Logi og Glóð – leikskólaheimsóknir

Component: Image and text (styling not included)

Logi og Glóð fræða leikskólabörn

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins heimsækir árlega elstu börnin á leikskólum á þjónustusvæðinu til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Slökkviliðsmenn hafa Loga og Glóð sér til halds og trausts í þessum heimsóknum, en þau eru aðstoðarmenn slökkviliðsins í þessu verkefni. Verkefnið hefur verið starfrækt síðan vorið 2007 og eru allir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu heimsóttir, en þeir eru í kringum 150 talsins. Við upphaf verkefnisins gera aðilar með sér samkomulag um eldvarnir og fræðslu þar sem hlutverk hvors aðila fyrir sig er skilgreint og afhendir SHS ýmis gögn sem tengjast verkefninu.

Markmið verkefnisins er þríþætt:

  1. Að tryggja góðar og traustar eldvarnir í leikskólum í samvinnu við starfsfólk.
  2. Að veita elstu börnunum fræðslu um eldvarnir í leikskólum í samvinnu við starfsfólk.
  3. Að minna foreldra og forráðamenn barnanna á mikilvægi þess að hafa eldvarnir á heimilum í lagi og veita þeim ráðgjöf í því sambandi.
Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Hlutverk slökkviliðsins

Starfsfólk slökkviliðsins heimsækja hvern leikskóla einu sinni á ári í samráði við starfsfólk. Fulltrúar SHS fara yfir ástand eldvarna með leikskólastjóra og öðru starfsfólki og gert er samkomulag um eldvarnir og fræðslu. Í þeirri heimsókn afhendir SHS leikskólanum eftirfarandi gögn:

  • Möppuna ,,Eldvarnir í leikskólanum“ sem inniheldur ýmis gögn um verkefnið og eigið eldvarnaeftirlit.
  • Veggspjald sem sýnir þau atriði sem aðgæta þarf mánaðarlega og gátlista til að fylla út þegar mánaðarlegt eftirlit hefur farið fram og hvenær rýmingaræfing var haldin (nýtt veggspjald árlega)
  • Viðurkenningarskjöl fyrir öll börnin í elsta árgangi leikskólans hverju sinni

Slökkviliðsmenn ræða við börnin um eldvarnir, segja þeim frá starfi slökkviliðsmanna og sýna þeim ýmsan búnað. Þá afhendir SHS börnunum sjálfum möppuna ,,Slökkviliðið mitt“ en í henni eru verkefni fyrir börnin og skilaboð til foreldranna. Gert er ráð fyrir að börnin vinni verkefnin í leikskólanum en taki möppuna svo með heim með viðurkenningarskjalinu í.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Hlutverk leikskólans

Heimsókn slökkviliðsins er samkomulag um eldvarnir og fræðslu undirritað og hengt á vegg við inngang á allar deildir leikskólans svo foreldrar viti af verkefninu og geti kynnt sér efni þess. Samkvæmt samkomulaginu sér leikskólinn til þess að eldvarnir séu ævinlega í lagi og til þess að svo megi vera framkvæmir leikskólinn eigið eldvarnaeftirlit mánaðarlega samkvæmt gátlista. Leikskólinn gerir jafnframt rýmingaráætlun og æfir rýmingu árlega samkvæmt leiðbeiningum. Gert er ráð fyrir að börnin í elsta árganginum taki þátt í þessu mánaðarlega eftirliti ásamt starfsfólkinu.
Þegar starfsmenn SHS heimsækja leikskólann árlega sýnir leikskólinn fram á að mánaðarlegt eftirlit hafi farið fram og rýming hafi verið æfð á undangengnu ári, eða frá síðustu heimsókn. Leikskólinn leggur þá einnig fram umbeðin gögn til slökkviliðs sem staðfesta eldvarnir.

Texti á takka

Hér eru linkar á leiki með Loga og Glóð ásamt myndbandinu sem sýnt er í heimsókninni.