Jarðskjálftar eiga sér stað þegar jarðskorpan brotnar eða hrekkur til á gömlum brotflötum. Við höggið sem myndast verða til jarðskjálftabylgjur sem breiðast út frá brotfletinum og ferðast ýmist í gegnum hnöttinn eða eftir yfirborðinu. Nauðsynlegt er að gera öryggisráðstafanir fyrirfram og læra rétt viðbrögð.
Intro texti minni
Varnir gegn jarðskjálfta
Mikilvægt er að festa skápa, hillur og þunga muni í gólf eða veggi. Hafa hjól sem eru á húsgögnum alltaf í læstri stöðu. Ef engin læsing er á hjólunum, setja þá t.d. ramma utan um hjólin til að koma í veg fyrir að húsgagnið fari af stað í jarðskjálfta. Einnig er mikilvægt að láta ekki þunga muni vera ofarlega í hillum eða á veggjum nema tryggilega festa. Hægt er að nota kennarartyggjó til að tryggja að léttari munir færist ekki úr stað við jarðskjálfta.