Helstu verkefni

Component: Intro Block (styling not included)

Starfsemi okkar  er fjölbreytt en við sinnum slökkvistarfi skv. lögum um brunavarnir nr. 75/200, sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu, almannavörnum, björgun úr sjó, vötnum og utan alfaraleiða ásamt öflugu eldvarnaeftirliti.

Á meðal helstu verkefna SHS má nefna:

Intro texti minni

Component: Image and text (styling not included)

Slökkvistarf

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir slökkvi- og björgunarútköllum á þjónustusvæði okkar. Til okkar er einnig leitað vegna björgunarstarfa utan starfsvæðisins.

 

 

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Sjúkraflutningar

SHS sinnir sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu, árið 2021 voru heildarboðanir sjúkraflutninga 42.150, þar af voru 9.850 forgangsflutningar.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Björgun á fastklemmdu fólki

Björgun fastklemmdu fólki hvort sem það úr bílflökum eða öðrum aðstæðum er eitt af skyldu okkar. Þegar harðir árekstrar verða skemmast farartæki stundum það mikið að ekki er hægt að ná fólki út nema með því að klippa farartækið utan af því. Þá er slökkviliðið kallað út en dælubílarnir eru með sérstakar klippur, glennur og annan búnað til að sinna þessu hlutverki.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Eldvarnaeftirlit

Eldvarna- og forvarnaeftirlit er lögbundið hlutverk okkar þ.e. að fylgjast með að í fyrirtækjum og stofnunum fari fram virkt eldvarnaeftirlit. Forvarnir geta komið í veg fyrir, eða dregið verulega úr hættunni á slysum á fólki og eignatjóni af völdum elds.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Sjóköfun

Við sinnum björgun úr sjó og vatni og hjá okkur starfar öflugur hópur leitar- og björgunarkafara. Kafarar okkar eru einnig slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sem standa vaktir sem slíkir en eru ávallt tilbúnir í köfun ef slíkt útkall kemur.

Í fyrstu viðbragðslínu hjá okkur er sérútbúinn bíll til köfunar, í honum er útbúnaður fyrir þrjá kafara, útbúnaður fyrir lyftipoka, aðflutt loft og til uppsetningar á leitarkerfum. Í slökkvistöðinni í Skógarhlíð er einnig tilbúinn búnaður til að klæða og útbúa 12 kafara í aðgerðir.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Mengunaróhöpp

Þegar upp koma mengunaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu sjáum við um fyrsta viðbragð.

Við búum yfir sérhæfðum hlífðarfatnaði fyrir þessar aðstæður auk þess að starfsfólk okkar er þjálfað að takast á við þessar aðstæður.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Verðmætabjörgun

Þó líf og heilsa skipti að sjálfsögðu mestu máli hafa verðmæti líka mikla þýðingu í lífi einstaklinga og umhverfi. Slökkviliðið sinnir því líka verðmætabjörgun og verndun eigna þegar hættuástand skapast. Starfið felst í því að koma í veg fyrir, eða draga úr tjóni á bæði verðmætum og eignum eins og kostur er með því að gera viðeigandi ráðstafanir. Besta vörnin gegn tjóni er þó alltaf góðar forvarnir.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Björgun utan alfaraleiða

Hjá slökkviliðinu er starfræktur landflokkur sem sinnir björgun utan alfaraleiða. Flokkurinn er skipaður slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem jafnframt hafa menntun og reynslu í fjallamennsku og björgun utan alfaraleiða. Flokkurinn er vel búinn tækjum og búnaði til fjallamennsku og björgunar. Einnig er sjúkrabúnaður flokksins viðamikill líkt og í sjúkrabílum slökkviliðsins. Með stofnun landflokks SHS var stigið stórt skref í að auka bráðaþjónustu við þá fjölmörgu íbúa höfuðborgarsvæðisins sem stunda útiveru utan alfaraleiða.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Slökkvistarf í skipum

Þegar eldur kemur upp í skipi á hafi úti geta skapast mjög hættulegar aðstæður um borð. Við aðstoðum við eld í skipum við land og á hafi úti þegar eftir því er óskað, en það er ekki lögbundin skylda okkar. Í slíkum tilfellum erum við í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem flytur slökkviliðsmenn ásamt búnaði með þyrlum eða skipum.

Hlutverk slökkviliðsmanna er bjarga áhöfn skipsins og ráða niðurlögum eldsins. Mjög hættulegt er að fara um borð í skip þar sem eldur er laus og þess vegna eru haldnar sérhæfðar æfingar til þess að þjálfa slökkviliðsmenn í að fást við eld í skipum.

Texti á takka