Viðbragðs- og flóttaleiðir

Húsið var alelda þegar SHS kom á staðinn. Einn íbúi var inni en komst út sjálfur. Fljótlega var búið að leita húsið og enginn annar var inni. Mikil vinna var að slökkva í þakinu.
Component: Image and text (styling not included)

Farðu út og vertu úti

Ef eldur kemur t.d. upp þar sem fólk sefur geta hiti og reykur valdið dauða nema fólk hafi áætlun um hvernig bregðast eigi við. Hver og einn verður að taka sjálfstæða ákvörðun hvort hann eigi að ráðast til atlögu með slökkvibúnaði við eld eða ekki. Farðu út og vertu úti eru einföld og skýr skilaboð sem ráðlagt er að fylgja ef upp kemur reykur eða eldur. Hringdu í slökkviliðið. 112. Tilkynntu ef einhver er lokaður inni og takið á móti viðbragðsaðilum. SHS býður húsfélögum á höfuðborgarsvæðinu ókeypis skoðun eldvarna í sameign og eru húsfélög hvött til að notfæra sér þá þjónustu.

Texti á takka

Eftirfarandi atriði þarf að huga að vegna viðbragðs og flóttaáætlunar:

  • Reykskynjarar sem láta vita um reyk og vekja fólk.
  • Mikilvægt er að hafa a.m.k. tvær greiðar flóttaleiðir frá íbúðinni. Æskilegt er að hafa björgunarop frá svefnherbergjunum. Það geta verið framdyr og bakdyr, svefnherbergisgluggar, svalir eða gluggi (björgunarop) Gott að setja upp neyðarstiga af efri hæðum.
  • Flóttaáætlun sem teiknuð er á blað. Umræður með heimilisfólki og æfingar.
  • Aldrei má nota lyftu í eldsvoða því hún getur stöðvast á þeirri hæð sem eldurinn er á.
  • Huðir og björgunarop á að vera auðvelt að opna og ekki má lykillæsa hurðum í flóttaleiðum
  • Hreyfihamlaðir ættu að búa í íbúðum þar sem auðvelt er að komast út eða að bjarga þeim.