Hæfniskröfur og inntökupróf

Umsókna- og inntökuferlið

Hér fyrir neðan eru ítarlegar upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferlið í heild sinni.

Inntökuferlið byrjar á hlaupaprófi.
Þau sem komast áfram eftir hlaupaprófin verða boðuð í verklega þrautabraut þar sem prófað verður í innilokun, lofthræðslu, styrk og þoli ásamt verklegri æfingu.
Þau sem komast áfram eftir þrautabrautina verða boðuð í sundpróf
Þau sem komast áfram eftir sundprófið verða boðuð í verklegt ökupróf.
Þau sem komast áfram verða boðuð í viðtöl (um 20 mín langt).
Öll sem fyrirhugað er að ráða þurfa að standast læknisskoðun hjá trúnaðarlækni SHS.

Hæfniskröfur

Component: Accordions (styling not included)

Hæfniskröfur

Title: Menntun Content:
  •  Umsækjendur skulu hafa náð 21 árs aldri.
  • Fullgilt sveinspróf, stúdentspróf eða sambærilegri menntun.
  • Hafa aukin ökuréttindi (C-flokkur)*.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
  •  Góð enskukunnátta ásamt kunnátta á þriðja tungumáli er kostur.
  •  Færni í samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi.
  • Vera í góðu andlegu og líkamlegu ástandi, hafa eðlilega sjón, heyrn og limaburð, hafa rétta litaskynjun og ekki vera haldin lofthræðslu eða innilokunarkennd.
  • Almenn reglusemi, gott siðferði og háttvísi áskilin.

* Nægjanlegt er að hafa aukin ökuréttindi (C-flokkur)  Umsækjendur geta því sótt slíkt námskeið þegar ráðning liggur fyrir, en gera það í eigin tíma og á sinn kostnað. SHS mun þó reyna að aðstoða þá sem þurfa við að komast á slíkt námskeið og fá afslátt af námskeiðsgjöldum.

Title: Heilsufars- og persónueiginleika Content:
  • Geta til að vinna undir álagi.
  • Jákvæðni, færni í samskiptum, frumkvæði.
  • Góðir líkamsburði og gott andlegt / líkamlegt heilbrigði.
  • Góð sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki lofthrædd(ur) eða með innilokunarkennd.
  • Gott siðferði, almenn reglusemi og háttvísi.

Inntökuferlið og inntökupróf

Component: Accordions (styling not included)

Inntökuferlið

Title: Inntökuferlið Content:

Inntökuprófin í framtíðarstarf felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, þrek- og styrktarprófi, sundprófi, akstursprófi, verklegu prófi, læknisskoðun og viðtali. Ekki er boðið uppá nein sjúkrapróf.
Þau sem ná ekki hlaupaprófinu fara ekki áfram í ferlinu. Sama gildir um önnur inntökupróf, þ.e. gert ráð fyrir að umsækjendum fækki eftir því sem líður á ferlið ef þau ná ekki prófunum.

Þau sem komast áfram eftir hlaupaprófin verða boðuð í verklega þrautabraut í janúar þar sem prófað verður í innilokun, lofthræðslu, styrk og þoli ásamt verklegri æfingu.
Þau sem komast áfram eftir þrautabrautina verða boðuð í sundpróf. Þau sem komast áfram eftir sundprófið verða boðuð í verklegt ökupróf.
Þau sem komast áfram verða boðuð í viðtöl (um 20 mín langt) sem áætlað er að verði haldin í lok janúar.
Öll sem fyrirhugað er að ráða þurfa að standast læknisskoðun.

Title: Hlaupapróf Content:

Hlaupa þarf 3 km á tíma, 13:00 mínútur fyrir karla og 13.30 mínútur fyrir konur. Hlaupaprófin verða haldin í lok nóvember/byrjun desember, umsækjendur fá boð í hlaupið þegar þar að kemur.

Umsækjendur mæta í hlaupafatnaði og hlaupa í hollum á hlaupabrautinni (innanhúss) í frjálsíþróttahöllinni í Laugardag, þar sem tekinn er tími á hverjum og einum. Hægt verður að hita upp á staðnum. Þau sem ná hlaupaprófinu eru sjálfkrafa komin inn í inntökuferlið og verða boðuð í næstu inntökupróf.

Ekki er leyfilegt að mæta með aðstoðarmann, prófdómarar sjá um að hvetja fólk áfram.

Title: Lofthræðslupróf Content:

Kannað er hvort umsækjendur geti fylgt fyrirmælum og bregðist rétt við þegar þeir eru í mikilli lofthæð á körfubíl slökkviliðsins.

Title: Styrktarpróf Content:
  • Réttstöðulyftur með réttstöðugrind, 75 kg þyngd, 10 endurtekningar
  • Liggjandi upphífingar með 20sm upphækkun undir hælum, 7 endurtekninga
  • Armbeyjur í 12 kg vesti, 7 endurtekningar
  • Planki á olnboga og tám, 1 mínúta
  • Dúkkuburður (70 kg dúkka) með slökkviliðstaki, 40m vegalengd á undir 1 mín

Sjá nánar í meðfylgjandi myndbandi

Title: Þolpróf Content:

Göngupróf á bretti. Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 12 kg kút á bakinu (samfellt vegur gallinn með kút í kringum 23 kg.) Ganga þarf í 1 mínútu í 4% halla, 1 mínútu í 7% halla og 6 mínútur í 12% halla. Hraðinn er 5,6.

Title: Innilokunarkennd Content:

Umsækjendur eru prófaðir í ímyndaðri reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut innandyra með bundið fyrir augu.

Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttagalla (síðbuxum og langermabol).

Title: Sundpróf Content:

Sundprófið felst í 200m bringusundi, 200m skriðsundi, 25m björgunarsundi og einnig eru köfunaræfingar í lauginni.

Umsækjendur þreyta prófið í hollum en eru metnir einstaklingsbundið.

Title: Aksturspróf Content:

Ökukennarar prófa umsækjendur í almennum akstri í u.þ.b. 45 mín. þar sem aksturslag, lipurð í umferðinni, reynsla og hæfni er metin, sem og þekking á umferðarreglum.

Title: Verklegt próf Content:

Umsækjendur fá verklega æfingu sem þarf að leysa til að kanna almennan verk skilning

 

Title: Viðtal Content:

Umsækjendur sem náð hafa inntökuskilyrðum eru boðaðir í viðtal sem er um 20-30 mínútna langt.

Title: Læknisskoðun Content:

Þau sem til stendur að ráða eru boðuð í viðtal hjá trúnaðarlækni SHS.

Nauðsynleg fylgiskjöl

Component: Accordions (styling not included)

Nauðsynleg fylgiskjöl

Title: Rafræn fylgiskjöl Content:
  • Prófskírteini sem sýnir að viðkomandi hafi lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi eða sambærilegri menntun.
    Ökuskírteini; ljósrit af báðum hliðum ökuskírteinis sem sýnir ökuréttindi (bakhlið) og mynd af viðkomandi (framhlið).
  • Nýleg og góð/skýr passamynd.
  • Ferilskrá.
  • Sakavottorð* þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldra en 3 mánaða. Hægt er að nálgast það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðarsmára 1 í Kópavogi, ef umsækjendur búa á höfuðborgarsvæðinu, annars hjá viðkomandi sýslumanni.
  • Ökuferilskrá* (yfirlit yfir punktastöðu viðkomandi) þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldri en 3 mánaða. Hægt er að fá stimplaða útprentun á ökuferilskrá hjá lögreglunni í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Fyrir höfuðborgarsvæðið er það Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hverfisgötu 113.

ATH! *Þessi fylgigögn mega ekki vera eldri en 3 mánaða.Hægt er að nálgast það rafrænt á island.is eða hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðarsmára 1 Kópavogi, ef umsækjendur búa á höfuðborgarsvæðinu, annars hjá viðkomandi sýslumanni.