Dagforeldrar

Component: Image and text (styling not included)

Upplýsingar fyrir verðandi dagforeldra

Vinsamlega sendið póst á shs@eldvarnaeftirlit.is  með upplýsingum um kennitölu, nafn,heimilsfang , símanúmer og staðfestingu á að eftirfarandi atriði séu í lagi:

  • Reykskynjarar þar sem börnin eru
  • Upphengt eldvarnateppi í eldhúsi
  • Slökkvitæki nýtt eða nýyfirfarið, hengt á vegg við útgang
  • tvær góðar flóttaleiðir (hurðir) út úr íbúðinni. Ef íbúðin er í stigagangi í fjölbýli verður að vera eldvarnahurð fram á gang sem heldur eldi í burtu í 30. mínútur (í falsinu eða á hurðarkantinum lamamegin er oft miði sem m.a. stendur á EI-30 eða B-30). Sé þessi miði til staðar er líklegt að hurðin uppfylli kröfurnar. Þegar staðfesting hefur borist verður skoðunarmaður í sambandi vegna tíma til skoðunar.
Texti á takka