Menntun sjúkraflutningamanna

Component: Intro Block (styling not included)

Hjá SHS er mikið kapp lagt á menntun í sjúkraflutningum til þess að kunnátta og hæfni starfsmanna sé eins góð og mögulegt er hverju sinni. Grunnkrafa er iðmenntun, stúdentspróf eða hafa lokið formlegri menntun sem telst sambærileg í tíma og umfangi.

Menntun sjúkraflutningamanna hjá SHS er fjórþætt:

Intro texti minni

Component: Accordions (styling not included)

Titill

Title: Grunnmenntun Content:

Nýliðar þurfa að að ljúka grunnmenntun í sjúkraflutningum, EMT-B námi á okkar vegum eða á vegum Sjúkraflutningsskólans. Að náminu loknu getur viðkomandi hafið störf í sjúkraflutningum.

Ekki þarf að hafa lokið EMT-B náminu áður en sótt er um starf hjá okkur þar sem öll kennsla fer fram hjá okkur á fyrstu vikum í starfi.

Námskeiðið er 260 tímar og líkur með bóklegu og verklegu prófi

Title: Framhaldsnám í sjúkraflutningum Content:

Framhaldsnám í sjúkraflutningum, svokallað neyðarflutninganám EMT-Advanced, námið er byggt á amerískum staðli og er skipt í 4 lotur og hver lota frá 60-120 tímar, námskeiðið endar á lokafærnimati sem er úr öllu efninu.
Allt okkar starfsfólk fer í gegnum þetta nám á okkar vegum, á fyrstu 3 árum í starfi.

Title: Sérmenntun sem bráðatæknir Content:

Hægt er að sækja sér frekari menntunar og sækja sér sérmenntunar sem bráðatæknir. Þá menntun sækir fólk sér á eigin vegum. Það nám er yfirleitt á háskólastigi og telur um 30 einingar í bóklegum tímum, 2,5 einingar í verklegum tímum og 15 einingar í starfsþjálfun á kennslusjúkrahúsi. Námið fer fram t.d. Pittsburgh og Boston, einnig hafa nokkrir farið í framhaldsnám til Bretlands og klárað BS próf þaðan.

Title: Árleg sí- og endurmenntun Content:

Við leggjum mikið upp úr sí- og endurmenntun okkar starfsfólks þar sem farið er í helstu nýjungar og eins til ða viðhalda þekkingu.

Nemum í heilbrigðisgeiranum býðst að taka vaktir á sjúkrabílum sóst er um það https://gestir.shs.is/.

Nánari upplýsingar um menntun sjúkraflutningamanna er að finna á heimasíðum Sjúkraflutningaskólans og Center of Emergency Medicine, Pittsburgh.