Viðbragðsáætlanir

Component: Intro Block (styling not included)

Viðbragðsáætlanir segja til um skipulag og stjórnun aðgerða í kjölfar vár/slysa hvort sem er á almannavarnastigi eða á almennum tímum.

Viðbragðsáætlanir á höfuðborgarsvæðinu eru unnar í umboði AHS í samvinnu við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, SHS, fulltrúa svæðisstjórnar björgunarsveita á svæðinu, fulltrúa Rauða krossins á Íslandi, og fulltrúa LSH og í samráði við ríkislögreglustjóra.

Component: Image and text (styling not included)

Markmið viðbragðsáætlana er að tryggja skipulögð viðbrögð við vá og að þolendum berist nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlanir eru unnar eftir reglugerð um gerð viðbragðsáætlana nr. 323/2010.

Með því að vera undirbúin eins og hægt er, er hægt að draga úr slæmum afleiðingum á samfélagið og koma verkefnum í gang eins fljótt og hægt er. Með samhæfingu líkt og unnið er með  í viðbragðsáætlunum eru allir viðbragðsaðilar með sama skilning á verkefninu, allar einingar með sömu upplýsingar og þekkja hlutverk hvers annars.

Texti á takka