Reykskynjarar

Component: Intro Block (styling not included)

Reykskynjarar eru ódýr öryggistæki sem geta auðveldlega bjargað mannslífum og eiga því að vera á hverju heimili. Rafbúnaður og tæki geta myndað hita og íkviknun og athafnir eins og eldamennska og notkun á opnum eldi eins og kertum geta skapað reykmyndun og íkveikjuhættu. Í byggingarreglugerð kemur fram að það á að hafa að lágmarki einn skynjara á hverja 80 m2 í íbúðarhúsnæði. 

Best er að hafa skynjara í hverju herbergi. Best að hafa þá á lofti ofarlega í rými. Ekki má setja skynjara í lofta- eða veggjakverk. Ekki skal velja staðsetningu yfir eða nálægt hitunar eða eldunarbúnaði eins og eldunarhellur eða brauðrist. 

Component: Image and text (styling not included)

Titill

Gott að hafa þá reglu að skipta um rafhlöðu einu sinni á ári t.d. í jólamánuðinum. Ef reykskynjari gefur frá sér stutt hljóð á u.þ.b. 1/2 mínútna fresti skaltu skipta um rafhlöðu strax því það er merki um að hún sé að verða tóm. Á stórum heimilum eru samtengjanlegir reykskynjarar góður kostur þar sem allir fara í gang ef einn skynjar reyk.

Texti á takka