Slökkvibúnaður

Component: Image and text (styling not included)

Handslökkvitæki

Slík tæki henta aðeins á upphafseld, geta þeirra leyfir ekki meira. Ef eldur uppgötvast í tæka tíð er oft hægt að ráða niðurlögum hans með brunaslöngu, handslökkvitæki eða eldvarnateppi, allt eftir því sem við á hverju sinni. Slökkvitæki á að vera á vegg nærri útgangi.

 

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Hvernig slökkvitæki?

Þegar velja á slökkvitæki fyrir heimilið er heppilegast að velja léttvatn sem er öflugt slökkviefni og tjón af völdum þess er lítið miðað við það tjón sem getur hlotist af notkun dufttækis Það er hins vegar ráðlegt að hafa kolsýru eða dufttæki á heimilum með gaseldavélar , annað hvort sem aðalslökkvitæki heimilisins eða sem aukatæki í eldhúsi sem einungis er ætlað á gaseldinn. Slökkvitæki sem notað hefur verið þarf að endurhlaða og yfirfara hjá fagaðila eins fljótt og kostur er. Annars er það gagnslaust. Ráðlegt er að láta yfirfara slökkvitæki árlega til þess að tryggja að tækið virki rétt þegar á þarf að halda.

Húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar varðandi brunavarnir heimilis sem nálgast má á vef þeirra.

Brunavarnir heimila
Component: Image and text (styling not included)

Eldvarnateppi

Teppið þarf að vera þar sem það er aðgengilegt á vegg í eða nærri eldhúsi. Þau koma ekki í staðinn fyrir slökkvitæki heldur eru nauðsynleg viðbót fyrir þá sem vilja hafa eldvarnir í lagi. Eldvarnateppi henta vel til þess að slökkva eld í feiti í potti og ýmsum smærri hlutum sem hægt er að hjúpa inn í teppið.

Á heimilum ættu teppin að vera í eldhúsi, sýnileg á vegg og nálægt eldhúsdyrum. Eftir notkun má þvo teppið og  setja það aftur í umbúðirnar.

Texti á takka