Hvað get ég gert?

Component: Intro Block (styling not included)

Það er ýmislegt sem hinn almenni borgari getur gert til að aðstoða á neyðartímum. Sem dæmi er að eiga birgðir fyrir fjölskylduna í allt að 3 daga. Með því að eiga slíkar birgðir þá eru meiri líkur á því að fólk verði sjálfbjarga í þennan tíma meðan verið er að ná utan um aðstæður.

Í byrjun neyðaraðgerðar þurfa viðbragðsaðilar að ná utan um aðstæður og átta sig á þeim og þá er gott að flestir geti séð um sig sjálf eins og hægt er en ef þörf er á þá geti viðbragðsaðilar brugðist við þeim sem þurfa.

 

 

Component: Image and text (styling not included)

Mikilvægi upplýsingagjafar

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta einnig aflað sér upplýsinga um þær áætlanir sem tilheyra svæðinu. Upplýsingagjöf á neyðartímum fer fyrst og fremst í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla. Reynt er að nota eins margvíslegar leiðir og hægt er til að ná til sem flestra. Í dag er mikilvægt að notast við fleiri tungumál en einungis íslensku og fara flestar tilkynningar út á að minnsta kosti íslensku og ensku. Að neðan má nálgast ýmsar vefsíður sem eiga mikilvægan þátt í upplýsingagjöf um almannavarnir og áætlanir eftir svæðum.

 

Texti á takka