Viltu vinna að almannavörnum?

Viltu vinna að almannavörnum fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu?
Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) leitar að framsýnum einstakling sem hefur áhuga og metnað til að vinna að almannavörnum fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu.
Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins er framkvæmdastjóri almannavarnanefndar og eru starfsmenn almannavarnanefndar hluti af starfsliði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Starfið felur m.a. í sér að tryggja sem best velferð íbúa aðildarsveitarfélaganna með forvörnum, leiðsögn og viðbrögðum við almannavarnaástandi í samstarfi við sveitarfélögin og neyðarstjórnir þeirra.

Helstu verkefni

  • Koma að og eftir atvikum leiða og/eða samræma ýmsa þætti sem snerta almannavarnir, s.s. fyrir neyðarstjórnir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og aðra sem koma að samfélagslega mikilvægri þjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
  • Taka þátt í gerð hættumats sveitarfélaganna og kanna áfallaþol þeirra.
  • Undirbúa viðbrögð við atburðum, s.s. með viðbragðsáætlunum, leiðbeiningum og kennsluefni, ásamt æfingum.
  • Vinna að verkefnum í starfsáætlun AHS.
  • Starfa með neyðarstjórnum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
  • Taka þátt í aðgerðum og tilfallandi verkefnum þegar lýst hefur verið yfir almannavarnastigi eða í annars konar viðbragði utan almannavarnaástands.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Meistaranám kostur.
  • Haldbær reynsla eða þekking af almannakerfinu kostur.
  • Haldbær reynsla af opinberri stjórnsýslu og /eða verkefnastjórnun kostur.
  • Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði í starfi.
  • Góð samskiptafærni.
  • Jákvætt og lausnamiðað hugarfar.
  • Góð íslenskukunnátta er nauðsynleg, sem og kunnátta í ensku.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og færni til að gegna starfinu. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Við hvetjum öll óháð kyni og uppruna að sækja um. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu sem heyrir undir framkvæmdastjóra almannavarnanefndar.

Umsóknarfrestur er til og með 14. mars. Sótt er um starfið á alfred.is. Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir mannauðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í síma 528 3000 eða á gudnye@shs.is.