Brunavarnaáætlun

Component: Intro Block (styling not included)

Á hverju starfssvæði slökkviliðs skal liggja fyrir brunavarnaáætlun sem fengið hefur umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og samþykki sveitarstjórnar. Áætlunina skal endurskoða á fimm ára fresti. Markmið laga um brunavarnir nr. 75/2000 er að vernda líf, heilsu fólks, umhverfi og eignir með því að tryggja fullnægjandi eldvarnaeftirlit og viðbúnað við eldsvoðum og mengunaróhöppum á landi.

 

Markmið brunavarnaáætlunar er eins og segir í 1. mgr. 13.gr. laganna, að tryggja að slökkvilið sé þannig mannað, skipulagt, útbúið tækjum, menntað og þjálfað að það ráði við þau verkefni sem því eru falin með lögum þessum og reglugerðum. Jafnframt er eitt af meginmarkmiðunum með brunavarnaáætlun að sveitarfélög skilgreini hvernig þau nái að uppfylla tilgreint þjónustustig.

Gildandi brunavarnaáætlun fyrir höfuðborgarsvæðið var samþykkt og undirrituð 31. október 2025 af stjórn SHS, sveitarstjóra Kjósahrepps, forstjóra Húsnæðis og mannvirkjastofnunar og slökkviliðsstjóra SHS, áætlunin gildir í fimm ár.