Viðbragðsáætlanir

Component: Intro Block (styling not included)

Fyrirtæki og stofnanir eig að vera með viðbragðsáætlanir til að tryggja rétt viðbrögð og öryggi starfsmanna ef eldur verður laus. Viðbragðs- og rýmingaráætlanir í byggingum eru til að tryggja öryggi starfsfólks og almennings. Ef hættuástand skapast verða viðbrögð að vera rétt og sjálfráð. Allar byggingar ættu að hafa viðbragðsáætlanir vegna hættuástands.

Sérstök ástæða er til að sinna því á fjölmennum vinnustöðum eða þar sem almenningur kemur og gerir ráð fyrir því að það sé öruggt þó einhver óhöpp verði eða hættuástand skapast. Byggingarreglugerð gr. 137.1. fjallar m.a. um eftirfarandi: Verði eldur laus skulu allir komast hindrunarlaust út af eigin rammleik eða með aðstoð annarra.

Component: Image and text (styling not included)

Alltaf að hafa viðbragðs- og rýmingaráætlun til staðar

Eigendur og forsvarsmenn bygginga bera ábyrgð á að viðbragðs og rýmingaráætlun sé til staðar. Hægt er að vinna að henni á vettvangi öryggisnefndar fyrirtækja en einnig er hægt að afla sér aðstoðar hjá brunahönnunar og öryggisfyrirtækjum eða leitað upplýsinga hjá forvarnasviði slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Texti á takka

Gera þarf rýmingaráætlun fyrir byggingar þar sem fram kemur hvernig flóttaleiðir eru skipulagðar og skipulag á skyndilegri rýmingu húsnæðis vegna hættuástands.  Byggingar og starfsemi í þeim er mismunandi og því þarf að gera áætlun sem hentar á hverjum stað. Víðast gilda sömu grunnatriði en fyrirkomulag og lausnir á sérstökum vandamálum þarf að aðlaga eftir aðstæðum.

Leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð í ýmsum óhöppum

Component: Accordions (styling not included)

Titill

Title: Eldur – boð frá brunaviðvörunarkerfi Content:
  • Ef brunaviðvörunarkerfi er í byggingunni, en er ekki farið í gang skaltu ýta á næsta brunaboða.
  • Hringja í 112.
  • Fara greiðfærustu flóttaleið að söfnunarsvæði. Rýma húsið / bjarga fólki.
  • Ekki nota lyftur. Þær geta fyllst af reyk.
  • Ef ekki er hægt að fara út vegna reyks eða annars farartálma skal loka hurðum og kalla eftir aðstoð úr glugga eða nota síma. Halda ró sinni og bíða.
  • Slökkva með slökkvitæki, teppi eða brunaslöngu ef hægt er. Loka hurðum og gluggum þar sem reykur er til að takmarka tjón.
  • Taka á móti viðbragðsaðilum og gefa upplýsingar.
Title: Brunaboð – þekktar ástæður, engin hætta Content:
  • Stöðva bjöllur – stöðva rýmingu
  • Hringja í vaktstöð, gefa upplýsingar.
  • Upplýsa fólk á staðnum um atvikið.
  • Skráning í þjónustubók brunaviðvörunarkerfis.
Title: Eiturefni og mengun, hættuástand Content:
  • Ef brunaviðvörunarkerfi er til staðar en er ekki farið í gang skaltu ýta á næsta brunaboða.
  • Hringja í 112.
  • Fara greiðfærustu flóttaleið að söfnunarsvæði. Rýma hættusvæði / bjarga fólki. Fara í öruggt skjól.
  • Hver er vindáttin, hvert er best að flýja?
  • Stöðva frekari mengun ef hægt er. Loka hurðum og gluggum.
  • Taka á móti viðbragðsaðilum og gefa upplýsingar.
  • tórt mengunarsvæði. Hlusta á útvarp. Skoða leiðb. almannavarna
    Ef brunaviðvörunarkerfi er til staðar en er ekki farið í gang skaltu ýta á næsta brunaboða.
  • Hringja í 112.
  • Fara greiðfærustu flóttaleið að söfnunarsvæði. Rýma hættusvæði / bjarga fólki. Fara í öruggt skjól.
  • Hver er vindáttin, hvert er best að flýja?
  • Stöðva frekari mengun ef hægt er. Loka hurðum og gluggum.
  • Saka á móti viðbragðsaðilum og gefa upplýsingar.
  • Stórt mengunarsvæði. Hlusta á útvarp. Skoða leiðb. almannavarna á http://www.almannavarnir.is

ATH! Ef fyrirtæki framleiða eða nota hættuleg eða mengandi efni skal nota reglur Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is og nota sérstakar viðbragðsáætlanir.

Title: Vatnsflóð – vatnsleki Content:
  • Loka fyrir vatnsstreymi. Hafa inntaksloka merkta.
  • Hringja í 112.
  • Hringja í húsverði – stjórnendur.
  • Hringja í tryggingafélag.
  • Forða verðmætum frá lekasvæði
  • Opna niðurföll – ausa og hreinsa upp vatn.
Title: Rafmagnsleysi Content:
  • Hafa vasaljós á ákveðnum stöðum.
  • Rafmagnstafla aðgengileg og öryggi merkt.
  • Er neyðarlýsing í byggingunni? / Önnur upphitun?
  • Hringja í húsverði – forsvarsmenn.
  • Huga að börnum, eldra fólki og sjúklingum.
  • Hafa samband við orkuveitu.
  • Hlusta á útvarp.
Title: Veikindi, slys, andlát eða önnur áföll Content:
  • Leiðbeiningar um skyndihjálp og endurlífgun aðgengilegar.
  • Hringja í 112.
  • Taka á móti viðbragðsaðilum.
  • Hafa samband við forsvarsmann.
  • Hafa samband við aðstandendur.
  • Huga að fólki sem hefur upplifað erfiðan arburð og þarf stuðning.
  • Er þörf á öðrum stuðningi.
Title: Árás – innbrot – lögregluaðgerðir Content:
  • Er brotamaður enn á vettvangi?
  • Gæta að eigin öryggi og annars fólks.
  • Hafa samband við lögreglu í síma 112
  • Gefa viðtakanda símtals upp hvaðan hringt er nafn og kennitölu.
  • Lýsa aðstæðum sem nákvæmast.
  • Loka fyrir óþarfa umgang um vettvang svo ekki sé hætta á að hugsanlegum sakargögnum verði spillt eða að fólk sé í hættu.
  • Taka á móti viðbragðsaðilum.
  • Huga að áfallahjálp og stuðningi.
  • Skoða leiðb. á vef lögreglu. www.logreglan.is

Náttúruhamfarir

Íslendingar búa við þær aðstæður að ófyrirsjáanleg náttúruöfl geta valdið ýmsum slysum og tjóni. Hvort sem það er mikilfenglegt eins og eldgos, jarðskjálftar og flóð eða fárviðri og óveður þarf að fyrirbyggja og vera með varúðarráðstafanir í huga.

Component: Image and text (styling not included)

Fárviðri

  • Heftið fok lausra muna.
  • Fullvissið ykkur um að öllum gluggum og hurðum sé tryggilega lokað. Aflýsið ferðalögum og mannamótum og sjáið til þess að börn séu ekki ein áferð.
  • Byrgið glugga eða setjið öryggisfilmu á gler til að koma í veg fyrir skæðadrífu glerbrota ef rúða brotnar.
  • Vinnið eða dveljið ekki undir stórum gluggum ef hætta er á fárviðri.
  • Hlustið á tilkynningar í útvarpi og skoðið leiðbeiningar almannavarna sem má nálgast í hlekknum hér að neðan.
Leiðbeiningar á vef almannavarna
Component: Image and text (styling not included)

Jarðskjálftar

  • Við jarðskjálfta getur verið hættulegt að hlaupa út úr byggingu. Reynið frekar að leita skjóls og vera kyrr á öruggum stað innandyra t.d. út í horni við burðarveggi fjarri gluggum. KRJÚPA – SKÝLA – HALDA. Ef þú er sofandi og vaknar upp við jarðskjálfta, haltu þá kyrru fyrir og notaðu kodda til að verja höfuðið.
  • Varist húsgögn og þunga hluti sem geta hreyfst úr stað.
  • Haldið ykkur fjarri ofnum og kynditækjum sem hendast út af festingum.
  • Varist stórar rúður sem geta brotnað.
  • Við jarðskjálfta geta hlutar úr byggingunni brotnað af. Haldi ykkur fjarri þeim stöðum í húsinu þar sem hætta er á hrynjandi byggingahlutum.
  • Ekki nota lyftur. Þær geta stöðvast.
  • Hlustið á tilkynningar í útvarpi og skoðið leiðbeiningar almannavarna sem má nálgast í hlekknum hér að neðan.
Leiðbeiningar á vef almannavarna
Component: Image and text (styling not included)

Eldgos

  • Eldgos geta hafist fyrirvaralaust, en gera þó oftast boð á undan sér, t.d. með jarðskjálftum og óróa sem greinast á mælum.
  • Af eldgosum getur stafað hætta af hraunrennsli og öskufalli. Öskufall úr einu gosi getur borist um allt land eftir veðri. Gjóskan getur verið varasöm vegna eldinga, eiturgufa og eiturefna.
  • Dýrum er sérstök hætta búin af öskufalli.
  • Öskuský getur truflað flugsamgöngur og öskufall getur lokað umferð á landi.
  • Hlustið á tilkynningar í útvarpi og skoðið leiðbeiningar almannavarna sem má nálgast í hlekknum hér að neðan.
Leiðbeiningar á vef almannavarna

Eigið eldvarnaeftirlit

Component: Intro Block (styling not included)

Mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir séu með eigið skjalfest eldvarnaeftirlit sem viðbragðsáætlun. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum er æskilegt að ábyrgðarmenn brunavarna sjái sjálfir um eldvarnareftirlitið og séu þ.a.l. meðvitaðir um öryggi starfmanna sinna og viðskiptavina. Í stærri fyrirtækjum og/eða þar sem áhætta er mikil getur verið nauðsynlegt að fá verkfræðistofu eða aðra fagaðila til aðstoðar við skipulagningu, eða til að sjá alfarið um alla þætti eftirlitsins.

Intro texti minni