Eftirlitsáætlun SHS

Component: Intro Block (styling not included)

Slökkviliðsstjóri gefur út eftirlitsáætlun ársins þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi á höfuðborgarsvæðinu munu sæta eldvarnaeftirliti það árið.

Við val á byggingum á eftirlitsáætlun skal horfa til mannvirkja, lóða, og starfsemi þar sem eldhætta getur skapast og ógnað lífi, heilsu, umhverfi og eignum. Notkunarflokkur húsnæðis skal vera ráðandi í valinu en hann lýsir einstaklingsáhættu þeirra sem í því dveljast.

Intro texti minni

Component: Image and text (styling not included)

Titill

Ákvörðun notkunarflokks ræðst einkum af því hvort fólk sé staðkunnugt í húsnæði, hvort það sofi þar eða ekki og hvort það geti sjálft bjargað sér út við eldsvoða.

Ef húsnæði innan sama mannvirkis er í mismunandi notkunarflokkum og deilir flóttaleiðum eða áhættum, skulu eldvarnir miðast við þarfir hæsta notkunarflokks í viðkomandi mannvirki.

Texti á takka

Við mat á eftirlitsaðferðum og skoðunarskyldu byggir slökkviliðsstjóri á lögum um brunavarnir nr. 75/2000 og bygg­ingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum, en einnig á eftirfarandi reglugerðum:

  • Reglugerð um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017
  • Reglugerð um eftirlitsreglur hins opinbera nr. 812/1999

Component: Accordions (styling not included)

Titill

Title: Eftirlitsaðferðir SHS Content:

Samkvæmt 10. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017 skal eigandi sjá til þess að brunaöryggi mannvirkja, lóða og starfsemi sé skjalfest. Skjalfesting skal ná til tæknilegra atriða og skipulagsþátta, þ. á m. reglna um viðhald, þjálfun, æfingar og innra eftirlit. Sé eigandi ekki sjálfur notandi mannvirkis eða lóðar skal forráðamaður sjá til þess að skjalfesta skipulagsþætti öryggismála.

Slökkviliðsstjóri heldur rafræna skrá, sem breytist í takt við þróun á starfssvæði SHS, um hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi á hans starfssvæði falla undir skoðunarskyldu og ákveður hvaða eftirlitsaðferðum skal beita gagnvart viðkomandi mannvirki og tíðni eftirlits.

Aðallega er unnið eftir tveim eftirlitsaðferðum sem byggja á upplýsingaskyldu og innra eftirliti eigenda og forráðamanna mannvirkja til eftirlitsstjórnvalds og beinu eftirliti framkvæmdu af eftirlitsstjórnvaldi. Mögulegt er að báðum eftirlitsaðferðum sé beitt telji slökkvilið það nauðsynlegt.

Eftirlitsaðferðir eru; eftirlit með skjalfestingu öryggis og skoðun framkvæmd á staðnum.

Slökkviliðsstjóri getur einnig ákveðið að framkvæma átaksverkefni þar sem slökkviliðið skoðar eingöngu einn eða fleiri þætti brunavarna í ákveðnum tegundum og/eða notkunarflokkum mannvirkja.

Slökkviliðsstjóri heldur rafræna skrá um hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi á hans starfssvæði falla undir skoðunarskyldu, auk þess húsnæðis sem skoðað verður árlega.

Eldvarnaeftirlit og forsendur

Eldvarnaeftirlit slökkviliðsins er byggt upp á rafrænan hátt þar sem skjalfestingu öryggis og skoðun á staðnum er beitt samkvæmt eftirfarandi forsendum.

Component: Accordions (styling not included)

Forsendur

Title: Eftirlit með skjalfestingu öryggis Content:

Rafræn staðfesting á skjalfestingu öryggis að beiðni SHS samkvæmt 10. gr. reglugerðar um eldvarnir og eldvarnareftirlit nr. 723/2017, en þar segir að eigandi skuli sjá til þess að brunaöryggi mannvirkja, lóða og starfsemi sem falla undir skoðunarskyldu eldvarnaeftirlits slökkviliða sé skjalfest.

Skjalfesting skal ná til tæknilegra atriða og skipulagsþátta, þ. á m. reglna um viðhald, þjálfun, æfingar og innra eftirlit. Sé eigandi ekki sjálfur notandi mannvirkis eða lóðar skal forráðamaður sjá til þess að skjalfesta skipulagsþætti öryggismála.

Skjalfestingin skal vera aðgengileg eldvarnareftirliti slökkviliðs, eftir atvikum rafrænt auk þess sem slökkvilið getur krafist ítarlegri gagna sem varða brunaöryggi mannvirkisins, m.a. byggingarleyfis, niðurstaðna úttekta opinberra aðila, gagna um eigið eftirlit og staðfestinga þjónustuaðila.

Title: Skoðun framkvæmd á staðnum Content:

Skoðun framkvæmd á staðnum sem leiðir af sér skoðunarskýrslu. Ef brunavarnir reynast ófullnægjandi er eftir atvikum farið fram á að lagðar séu fram staðfestingar á úrbótum/yfirferð/viðhaldi brunavarna og/eða framkvæmd endurtekin skoðun á staðnum

Component: Image and text (styling not included)

Skoðunaráætlun

Hér má sjá lista yfir þau mannvirki, lóðir og starf­semi á höfuðborgarsvæðinu sem munu sæta eldvarnaeftirliti árið 2025.

Texti á takka