Rík skylda er lögð á fyrirtæki og stofnanir þegar kemur að eldvörnum.
Forvarnir geta komið í veg fyrir, eða dregið verulega úr hættunni á slysum á fólki og eignatjóni af völdum elds. Það skiptir því miklu máli að kynna sér vel hvað hægt er að gera til þess að auka öryggi á vinnustaðnum.
Intro texti minni
Titill
Fyrirtæki eru að sjálfsögðu mismunandi og starfsemin kallar á mismunandi leiðir til að koma í veg fyrir hættuástand og hvernig bregðast skuli við ef það kemur upp, en það þurfa allir að vera samstíga í því verkefni.
Markmið eigin eldvarnaeftirlits fyrirtækja og stofnana er að bæta eldvarnir en það kemur ekki í stað eftirlits á vegum forvarnasviðs SHS. Hlutverk þess er að fylgjast með því að fram fari virkt eldvarnaeftirlit í fyrirtækjum og stofnunum með heimsóknum.