Fyrirtæki sem geyma, nota eða framleiða hættuleg efni þurfa að hafa viðbragðsáætlun til að fylgja ef slys eiga sér stað. Æfingar í að framkvæma hana ættu að fara fram a.m.k. tvisvar á ári. Í viðbragðsáætlun þarf að tilgreina hver á að gera hvað, sem dæmi:
- hver á að sjá um rýmingu á húsnæðinu
- hverja þarf að láta vita, hver gerir það og hvernig
- hvaða hlífðarbúnaður er á staðnum, hver á að nota hann og hvernig
- hver á að sjá um að loka öllum hurðum að svæðinu
- hver á að láta 112/slökkvilið vita
- hver á að sjá um samskipti við slökkviliðið þegar það kemur á vettvang
Intro texti minni
Titill
Tilkynna þarf starfsfólki um þær hættur sem eru til staðar í fyrirtækinu vegna hættulegra efna og alls ekki gera lítið úr þeim möguleika að slys geti átt sér stað. Við mat á hversu hættulegt efni getur verið er farið eftir ýmsu, t.d. efnasamsetningu þess, hvernig það hagar sér þegar það kemst í snertingu við vatn eða andrúmsloft, í hvaða magni það er og við hvaða aðstæður það er geymt, flutt eða notað.
Hættuleg efni hafa fjórar leiðir til að komast inn í líkamann; í gegnum öndunarfæri, húð, munn og með því að sprautast inn í líkamann. Upptaka í gegnum öndunarfærin er algengasta leiðin og sú sem veldur oftast bæði skammtíma og langtíma heilsufarsvandamálum.