Hæfniskröfur og inntökupróf

Menntun

  • Framhaldsskólapróf
  • Hafa löggildingu frá Landlækni sem EMT-B
  • Hafa starfað við sjúkraflutninga sem EMT-B-I í a.m.k eitt ár
  • Hafa C-1 meirapróf
  • Góð samskiptahæfni, lausnamiðað hugarfar, frumkvæði, drifkraftur og reglusemi áskilin
  • Gott siðferði, samviskusemi og áhugi á starfi sjúkraflutningamanns
  • Hefur sýnt ábyrgð, trúnað og fagmennsku
  • Standast þrek- og styrktarpróf hjá SHS
  • Standast læknisskoðun hjá SHS
  • Góð íslenskukunnátta, bæði tal- og ritmál
  • Góð enskukunnátta
  • Kunnátta í þriðja tungumáli er kostur

Inntökupróf / próf fyrir sjúkraflutninga

Í þessu prófi er fyrst og fremst verið að leita eftir grunngetu til þessa að leysa þau verkefni sem geta komið upp við sjúkraflutinga og því er prófið eins starfstengt og unnt er.

Þolþáttur

Göngupróf á hlaupabretti með 10 kg vesti.

Lýsing:
Bretti er stillt á 6 km hraða og 3% halla í tvær mínútur en hallinn síðan aukin í 6% halla næstu 8 mínútur. Viðkomandi þarf að klára gönguprófið án þess að að stoppa eða halda í bretti og geta tjáð sig á meðan prófi stendur.

Styrkur og hreyfigeta

Réttstaða: Með réttstöðugrind/ Trappbar, 5 lyftur / þyngd 60 kg. Hér er verið að líkja eftir vinnu við börur en einnig verið að athuga með gripstyrk og rétta líkamsbeitingu.

Planki: 1 mínúta. Halda þarf planka á olnboga og leitast við að halda búknum beinum. Próf á grunngetu á kvið- og bakvöðvum.

Dúkka: Koma 70 kg dúkku 20 metra með frjálsri aðferð. Hámarkstími 1 mínúta. Hér er fyrst og fremst verið að skoða hvort viðkomandi geti ráðið við sjúkling í erfiðum aðstæðum.

Stigastóll: Ganga með rafmagnsstigastól sem er 27 kg upp á aðra hæð og niður aftur – 90 sek er hámarkstími.
Stigastóllinn er þungur og erfiður í burði og undir hverjum og einum að leysa þetta verkefni á tilsettum tíma.

Á Facebook síðu okkar https://www.facebook.com/Slokkvilidid eru inntökuprófin útskýrð.