Almannavarnahringrásin
Almannavarnahringrásin sýnir verkefni almannavarna á þremur mismunandi tímum, þ.e. fyrir hamfarir, viðbragð og eftir hamfarir.
Fyrir hamfarir er unnið að áhættumati, áhættuminnkandi aðgerðum og viðbúnaði. Slík vinna felur í sér gerð viðbragðsáætlana sem og fræðslu.
Í viðbragði hefur einhver atburður átt sér stað, þar sem þörf er á til að mynda neyðaraðstoð, lífbjörgun, aðvörun og rýmingu.
Eftir hamfarir fer í gang endurreisn og mat á afleiðingum ásamt fleiru. Í kjölfarið af því kemur svo áhættumat og þar með hefst hringrásin á ný.
Almannavarnahringrásin er ekki klippt og skorin þar sem þættir hennar geta tekið mislangan tíma eftir þeirri vá sem um ræðir. Kerfið og verkefnin, eins og myndin sýnir, eru þó alltaf hin sömu.