Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins

Component: Intro Block (styling not included)

Öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg, Seltjarnarnesbær og Kjósarhreppur, standa að almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS).

Intro texti minni

Component: Image and text (styling not included)

Titill

AHS er skipuð einum kjörnum fulltrúa frá hverri sveitarstjórn auk framkvæmdastjóra sveitarfélaganna og tveir varamenn eru skipaðir af sveitarstjórnum. Formaður nefndarinnar er borgarstjórinn í Reykjavík og varaformaður er bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu á sæti í nefndinni og á þar varafulltrúa. Í nefndinni eru einnig áheyrnarfulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og Rauða krossinum á Íslandi sem eiga varafulltrúa.

Starfsmenn almannavarnanefndarinnar eru framkvæmdastjóri og deildarstjóri. Þeir sitja báðir fundi nefndarinnar og starfa að verkefnum hennar á milli funda.

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Markmið og hlutverk

Markmið almannavarna er að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- og/eða heilsutjóni. Eða að umhverfi og eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum. Sem og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið (sjá lög um almannavarnir 82/2008).

Í starfsáætlun Almannavarna er lagður farvegur fyrir þau verkefni sem sveitarfélögum er falið að sinna samkvæmt lögum um almannavarnir.

 

Texti á takka
Component: Image and text (styling not included)

Titill

Þegar atvik/hamfarir eiga sér stað er það hlutverk Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra að vera á vaktinni, upplýsa lögreglustjóra viðkomandi umdæmis um stöðu mála og veita upplýsingar um þróun atburðar. Það er hlutverk lögreglustjóra viðkomandi umdæmis að miðla þeim upplýsingum til viðkomandi almannavarnanefnda.

Aðgerðarstjórn umdæmis sér um að stýra aðgerðum og upplýsa almannavarnanefnd og neyðarstjórnir sveitarfélaganna.

 

Texti á takka