Component: Intro Block (styling not included)
Almannavarnir starfa eftir þremur mismunandi stigum: óvissu-, hættu- og neyðarstigi, sem skilgreind eru í reglugerð um flokkun almannavarnastiga nr. 650/2009.
Ríkislögreglustjóri tekur ákvörðun um almannavarnastig hverju sinni í samráði við viðkomandi lögreglustjóra ef unnt er og tilkynnir það dómsmálaráðherra. Heimilt er að lýsa yfir almannavarnaástandi þegar neyðarástand er líklegt, er yfirvofandi og/eða ríkir eða sambærilegar aðstæður eru fyrir hendi. Almannavarnastig eru flokkuð eftir alvarleika, umfangi viðbúnaðar og þörf á forgangshraða viðbragðsaðila.
Component: Accordions (styling not included)
Almannavarnastigin eru:
Title: Óvissustig
Content:
- Þegar afla þarf upplýsinga um menn sem óvissa ríkir um.
- Þegar skip, loftfar eða menn hafa ekki komið fram á ákvörðunarstað eða ekkert heyrst frá þeim í tiltekinn tíma.
- Þar sem óvissa ríkir um öryggi skips eða loftfars og þeirra sem í því eru.
- Þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- eða mannavöldum sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað.
- Þegar sóttvarnaryfirvöld meta þörf á að hefja undirbúning að viðbúnaði vegna farsótta samkvæmt ráðleggingum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO).
Title: Hættustig
Content:
- Þegar hefja þarf eftirgrennslan eftir mönnum sem óttast er um.
- Þegar tilraunir til að ná sambandi við skip, loftfar eða menn hafa ekki borið árangur.
- Þegar upplýsingar hafa borist sem gefa til kynna að sjóhæfni skips sé takmörkuð, flughæfni loftfars skert og menn í vanda staddir, þó ekki svo alvarlegar að líkur séu á neyðarástandi.
- Ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sé að ræða.
- Ef auka þarf viðbúnað og sóttvarnarráðstafanir vegna yfirvofandi farsóttar.
Title: Neyðarstig
Content:
- Þegar viðhafa þarf tafarlaus viðbrögð vegna manna sem óttast er um.
- Þegar ítrekaðar tilraunir til að hafa samband við skip, loftfar eða menn hafa reynst árangurslausar og óttast er að viðkomandi sé í neyð.
- Þegar staðfestar upplýsingar hafa borist um að skip, loftfar eða menn séu í neyð eða yfirvofandi hættu og þarfnist tafarlausrar aðstoðar.
- Þegar slys eða hamfarir hafa orðið eða þegar heilbrigðisöryggi manna er ógnað svo sem vegna farsótta.