Component: Intro Block (styling not included)
Samráðshópur áfallahjálpar á höfuðborgarsvæðinu er með fulltrúum allra sveitarfélaganna á svæðinu, fulltrúa frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Rauða krossinum og fulltrúa þjóðkirkjunnar.
Hlutverk hópsins er að starfa samkvæmt skipulagi áfallhjálpar á Íslandi og eru helstu verkefnin meðal annars að samhæfa og samræma útfærslu verkefna áfallhjálpar í umdæminu og vera í tengslum við yfirvöld og stofnanir sem tengjast áfallhjálp. Á hættu- og neyðartímum á Samráðshópur áfallahjálpar að afla upplýsinga um þá vá sem orðið hefur og umfang hennar.
Component: Panel Links (styling not included)