Titill
Veðurstofa Íslands hefur tekið upp viðvörunarkerfi sem byggir á alþjóðlegum staðli sem kallast CAP (Common Alerting Protocol). CAP er stafrænt snið fyrir miðlun neyðartilkynninga og viðvarana um náttúruvá. Hægt er að lesa nánar um CAP á eftirfarandi síðu.
Titill
Þegar Veðurstofa Íslands varar við slæmu veðri, þá er viðvörunarkerfi notað og mikilvægt að taka það alvarlega. Sérstaklega ef varað er við miklum stormi/vindi, úrhelli, snjókomu, frostregni og/eða ofsakulda. Þegar viðvaranir eru gefnar út gefa almannavarnir út leiðbeiningar eftir aðstæðum og viðvörunum Veðurstofunnar.
AHS, í samstarfi við fræðsluyfirvöld, hefur gefið út leiðbeiningar fyrir foreldra og starfsfólk skóla í tengslum við viðvaranir Veðurstofunnar. Þær er hægt að nálgast hér að neðan.