Við leitum að sérfræðingi til starfa við hönnunareftirlit og forvarnir á starfssvæði slökkviliðsins. Meginhluti starfsins felst í eftirliti með hönnun brunavarna í mannvikjum og á lóðum auk skráningar og gagnavinnu. Við leitum að einstakling sem hefur góða færni í mannlegum samskiptum og getu til að vinna með öðrum, jafnframt því að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi sínu.
Helstu verkefni:
- Yfirferð hönnunargagna og umsagnir til byggingarfulltrúa um brunavarnir þeirra.
- Skráningar og gagnaöflun vegna vinnslumála.
- Samskipti við hönnuði, byggingafulltrúa og aðra málsaðila, bæði munnleg og skrifleg.
- Leiðsögn og stuðningur vegna brunavarna einstakra mannvirkja.
- Fagleg þróunarvinna á sviðinu.
Aðrar hæfniskröfur
Helstu verkefni:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi t.d. verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða byggingafræði, meistarapróf kostur.
- Reynsla af brunahönnun og vinnu með byggingarreglugerð.
- Góð íslensku og enskukunnátta, kunnátta í einu Norðurlandamáli kostur.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og færni til að gegna starfinu. Laun eru samkvæmt viðeigandi kjarasamningi. Við hvetjum öll óháð kyni og uppruna að sækja um. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu sem heyrir undir sviðsstjóra á forvarnasviði. Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2025. Umsóknir ásamt kynningarbréfi skal skilað inn á alfred.is
Nánari upplýsingar veitir Aldís Rún Lárusdóttir sviðsstjóri forvarnarsviðs á aldisrun@shs.is