Hæfniskröfur og inntökupróf

Umsókna- og inntökuferlið

Hér fyrir neðan eru ítarlegar upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknarferlið í heild sinni.

Inntökuferlið byrjar á hlaupaprófi. Þau sem komast áfram eftir hlaupaprófin verða boðuð í verklega þrautabraut þar sem prófað verður í innilokun, lofthræðslu, styrk og þoli ásamt verklegri æfingu. Þau sem komast áfram eftir þrautabrautina eru boðuð í sundpróf. Þau sem komast áfram eftir sundprófið eru boðuð í viðtal (um 20 mín langt). Þau sem fyrirhugað að ráða þurfa að standast læknisskoðun hjá trúnaðarlækni SHS og verklegt ökupróf sem haldið er hjá SHS.

Athugið að sótt er um starfið á Alfred.is

Hlaupaprófin verða haldin í Laugardalshöll 22. október kl. 21.00 og 26. október kl. 14.00. Inntökuprófin verða haldin vikuna 12.17. nóvember, nánari dagsetningar verða auglýstar síðar.

Vinsamlega athugið að fólk er boðað í hlaupaprófin.

Hér má finna myndband sem sýnir þrek og styrktarprófið.

Hæfniskröfur

Component: Accordions (styling not included)

Hæfniskröfur

Title: Menntun Content:
  •  Umsækjendur skulu hafa náð 21 árs aldri.
  • Fullgilt sveinspróf, stúdentspróf eða sambærileg menntun.
  • Hafa aukin ökuréttindi C og BE flokkur. Umsækjendur mega taka aukin ökuréttindi eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði.
  •  Góð enskukunnátta ásamt kunnátta á þriðja tungumáli er kostur.
  •  Færni í samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi.
  • Vera í góðu andlegu og líkamlegu ástandi, hafa eðlilega sjón, heyrn og limaburð, hafa rétta litaskynjun og ekki vera haldin lofthræðslu eða innilokunarkennd.
  • Almenn reglusemi, gott siðferði og háttvísi áskilin.

 

Title: Heilsufars- og persónueiginleikar Content:
  • Geta til að vinna undir álagi.
  • Jákvæðni, færni í samskiptum, frumkvæði.
  • Góðir líkamsburðir og gott andlegt / líkamlegt heilbrigði.
  • Góð sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki lofthrædd(ur) eða með innilokunarkennd.
  • Gott siðferði, almenn reglusemi og háttvísi.

Inntökuferlið og inntökupróf

Component: Accordions (styling not included)

Inntökuferlið

Title: Inntökuferlið Content:

Inntökuprófin í framtíðarstarf felast í: hlaupaprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, þrek- og styrktarprófi, verklegu prófi, sundprófi, viðtali, akstursprófi og læknisskoðun.

Ekki er boðið uppá nein sjúkrapróf. Þau sem ná ekki hlaupaprófinu fara ekki áfram í ferlinu. Sama gildir um önnur inntökupróf, þ.e. gert ráð fyrir að umsækjendum fækki eftir því sem líður á ferlið ef þau ná ekki prófunum.

Title: Hlaupapróf Content:

Hlaupa þarf í 12 mínútur. Valið er úr þeim hópi umsækjenda sem komast lengst í brautinni á þessum 12 mínútum til að halda áfram í inntökuferlinu. Hlaupaprófin verða haldin í lok október. Umsækjendur fá boð í hlaupin þegar þar að kemur.

Umsækjendur mæta í hlaupafatnaði og hlaupa í hollum á hlaupabrautinni (innanhúss) í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, þar sem tekinn er tími á hverjum og einum. Hægt verður að hita upp á staðnum. Þau sem ná hlaupaprófinu eru sjálfkrafa komin inn í inntökuferlið og verða boðuð í næstu inntökupróf.

Ekki er leyfilegt að mæta með aðstoðarmann, prófdómarar sjá um að hvetja fólk áfram.

Title: Lofthræðslupróf Content:

Kannað er hvort umsækjendur geti fylgt fyrirmælum og bregðist rétt við þegar þeir eru í mikilli lofthæð á körfubíl slökkviliðsins.

Title: Styrktarpróf Content:

Styrktarprófið verður starfstengt og verður útfærslan upplýst síðar.

Title: Þolpróf Content:

Þolprófið verður starfstengt og verður útfærslan upplýst síðar.

Title: Innilokunarkennd Content:

Umsækjendur eru prófaðir í ímyndaðri reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut innandyra með bundið fyrir augu.

Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttagalla (síðbuxum og langermabol).

Title: Sundpróf Content:

Synda þarf 400 metra frjáls aðferð á 9 mínútum eða undir, 25m björgunarsund, einnig eru köfunaræfingar í lauginni.

Umsækjendur þreyta prófið í hollum en eru metnir einstaklingsbundið.

Title: Aksturspróf Content:

Ökukennarar prófa umsækjendur í almennum akstri í u.þ.b. 45 mín. þar sem aksturslag, lipurð í umferðinni, reynsla og hæfni er metin, sem og þekking á umferðarreglum.

Title: Verklegt próf Content:

Umsækjendur fá verklega æfingu sem þarf að leysa til að kanna almennan verk skilning.

 

Title: Viðtal Content:

Umsækjendur sem náð hafa inntökuskilyrðum eru boðaðir í viðtal sem er um 20-30 mínútna langt.

Title: Læknisskoðun Content:

Þau sem til stendur að ráða eru boðuð í viðtal hjá trúnaðarlækni SHS.

Nauðsynleg fylgiskjöl

Component: Accordions (styling not included)

Nauðsynleg fylgiskjöl

Title: Rafræn fylgiskjöl Content:
  • Prófskírteini sem sýnir að viðkomandi hafi lokið sveinsprófi eða stúdentsprófi eða sambærilegri menntun.
    Ökuskírteini; ljósrit af báðum hliðum ökuskírteinis sem sýnir ökuréttindi (bakhlið) og mynd af viðkomandi (framhlið).
  • Nýleg og góð/skýr passamynd.
  • Ferilskrá.
  • Sakavottorð* þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldra en 3 mánaða. Hægt er að nálgast það rafrænt á island.is eða hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, Hlíðarsmára 1 Kópavogi, ef umsækjendur búa á höfuðborgarsvæðinu, annars hjá viðkomandi sýslumanni.
  • Ökuferilskrá* (yfirlit yfir punktastöðu viðkomandi) þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldri en 3 mánaða. Hægt er að fá stimplaða útprentun á ökuferilskrá hjá lögreglunni í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Fyrir höfuðborgarsvæðið er það Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Hverfisgötu 113.

ATH! *Þessi fylgigögn mega ekki vera eldri en 3 mánaða.