Störf sérfræðinga

Um er að ræða fjölbreytt stoðþjónustustörf sem annarsvegar snúa að gæðamálum og skjalamálum og hins vegar að umsjón forvarnaverkefna slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, auk ýmissa tilfallandi verkefna. Við leitum að þjónustulunduðum, jákvæðum og áhugasömum einstaklingum sem vilja sinna fjölbreyttum verkefnum.

Hæfniskröfur:

  • Nám á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Menntun eða reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu eða af verkefnastjórnun er kostur
  • Mjög gott vald á íslensku, bæði rituðu og töluðu máli
  • Haldbær kunnátta í ensku
  • Skipulagsfærni
  • Frumkvæði og framtakssemi
  • Góð samskipta- og samvinnuhæfni
  • Sjálfstæð vinnubrögð

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og færni til að gegna starfinu. Laun eru samkvæmt viðeigandi kjarasamningi. Við hvetjum öll óháð kyni og uppruna að sækja um. Um er að ræða 100% starf í dagvinnu. Umsóknarfrestur er til og með 3. desember 2023. Umsóknir ásamt kynningarbréfi skulu sendar á netfangið starf@shs.is, merkt sérfræðingur.

Nánari upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri í síma 528-3000 eða gudnye@gmail.com