Gleðileg jól

Slökkviliðið óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. Hafið brunavarnir á heimilinu í lagi og farið varlega með eld yfir hátíðarnar.

Published
Categorized as Fréttir

Fyrsta skilti sinnar tegundar

Mikill fjöldi fólks, sérstaklega erlendir ferðamenn, á leið þarna um og yfir vetrartímann þarf við ákveðnar aðstæður að loka veginum vegna veðurs. Í kjölfarið er nauðsynlegt að opna fjöldahjálparstöð þar sem fólk getur fengið skjól á meðan versta veðrið gengur yfir. Það hafði borið á að fólk vissi ekki hvert það gæti farið og hvar… Continue reading Fyrsta skilti sinnar tegundar

Published
Categorized as Fréttir

Slökkviliðið heimsækir leikskólana

Nú er runninn upp sá tími ársins þegar forvarnarsvið og varðlið slökkviliðsins heimsækja leikskóla á höfuðborgarsvæðinu til að fræða 6 ára börn um eldvarnir. Þessi fræðsla hefur án efa skilað sínu hvað forvarnir snertir, enda börnin mjög áhugasöm um eldvarnir heimilanna. Heimsóknirnar standa yfir alla virka daga frá 28. apríl- 20. maí 2020 og hvetjum… Continue reading Slökkviliðið heimsækir leikskólana

Published
Categorized as Fréttir

Neistinn í heimsókn

Krakkar í Neistanum, félagi hjartveikra barna, komu í heimsókn á slökkvistöðina í tilefni þess að slökkviliðið mun styrkja Neistann í bæði WOW-Cyclothoninu og í Reykjavíkurmaraþoninu. Krakkarnir fengu að kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins og höfðu gaman af.

Published
Categorized as Fréttir