Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir slökkvi- og björgunarútköllum tengt slökkviliði sem og sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu. Heildarfjöldi boðana þ.e. slökkviliðs og sjúkraflutningar í fyrra nam 34.240 í samanburði við 33.356 árið 2019. Af þessum boðunum voru 2.327 vegna Covid-19.
Intro texti minni
Titill vinstra megin við tölfræði
Boðanir sjúkaflutninga
Boðanir vegna sjúkraflutninga námu 32.979 árið 2020 sem er aukning um 793 boðanir á milli ára og þar af voru 8.221 forgangsútköll. Í bylgju 1 af Covid-19 sem stóð frá 28. febrúar – 14. júní fækkaði hefðbundnum sjúkraflutningum um 460 miðað við sama tímabil á árinu 2019. Í þriðju bylgjunni sem hófst 15. september sl. og stendur enn fjölgaði sjúkraflutningum um 1.083 miðað við fyrra ár.

Í fyrstu bylgjunni voru aðeins 6 dagar þar sem boðanir voru yfir 100 á sólarhring en í bylgju 3 voru þeir 36, þar af var slegið met í október þegar boðanir fóru í 160 á sólarhring. Það er erfitt að staðhæfa af hverju þessi fækkun varð í bylgju eitt en á sama tíma sóttu færri sér læknisaðstoðar á heilsugæslum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Meðaltalið á þeim dögum sem boðanir voru yfir 100 dögum á báðum tímabilum 2019 og 2020 voru svipuð, um það bil 107 flutningar í hvert sinn, en var 117 í þriðju bylgjunni.
Boðanir hjá okkur eru fjölbreyttar, á landi, sjó og á fjöllum. Boðanir í fæðingar barna voru svipaðar milli ára eða 223 en 226 árið 2019. Sjúkraflutningafólk okkar tekur reglulega á móti börnum í sjúkrabifreiðum og í heimahúsum, en í september átti sá einstaki atburður sér stað að fyrsta barnið fæddist í bílasalnum okkar í Skógarhlíðinni og gekk fæðingin vel.
Boðanir slökkviliðs
Heildarfjöldi útkalla slökkvi- og björgunarstarfa árið 2020 voru 1.261 sem var aukning um 91 á milli ára, þar af voru 714 forgangsútköll sem var aukning um 101 á milli ára. Útköllum vegna elds í byggingum fjölgaði úr 83 í 121 á milli ára. Útköll slökkviliðs eru margvísleg en fyrir utan eldsvoða eru t.d. vatnslekar, óveðursútköll, kafaraútköll, umferðarslys, björgun úr sjó og vatni o.fl.

Erfitt ár að baki
Árið 2020 var þungt hjá okkur, í upphafi bylgju 1 var starfsfólki sem sinnti slökkviliðs- og sjúkraflutningum skipt upp í minni hópa til að minnka líkur á því að missa marga starfsmenn í veikindi eða sóttkví ef upp kæmi smit. Á tímabili voru starfsstöðvar okkar 11 talsins víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi ráðstöfun reyndist vel ef horft er til fjölda smita meðal starfsfólks en var að sama skapi íþyngjandi aðgerð.
