Flestir landsmenn treysta SHS

Gallup kannar á hverju ári traust til stofnana og birtir opinberlega 14 stofnanir undir merkjum Þjóðarpúlsi, en talsvert fleiri stofnanir eru mældar. Það er alfarið ákvörðun Gallups hvaða stofnanir eru birtar og hverjar ekki.

Nýjustu niðurstöður Gallups sýna að 90% landsmanna bera mikið traust til okkar. Á skalanum 1-7 er meðaltal til okkar 5,8, á meðan meðaltal allra mældra stofnana er 4,5. Traustið er mest á aldursbilinu 18-59 ára.
Við hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gerum okkur grein fyrir því að traust er áunnið og alls ekki sjálfsagt. Við erum þakklát því trausti sem okkur er sýnt og á starfsfólk okkar allan heiðurinn af því með sinni fagmennsku og þjónustulund.

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *