Nýir körfubílar afhentir

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisinns fær nýa körfubíla

Föstudaginn 19. apríl tók Einar Þorsteinsson formaður stjórnar SHS formlega við körfubifreiðunum frá fulltrúum Bronto Skylift í Finnlandi, sem eru framleiðendur körfubifreiðanna. Athöfnin fór fram á slökkvistöðinni við Skútahraun í Hafnarfirði.

Önnur bifreiðin nær 45 metra vinnuhæð, hinn er með 32 metra vinnuhæð. Á stærri bílnum er einnig 3.000 l m slökkvidæla sem gerir það að verkum að hann þarf ekki að vera tengdur dælubíl og eykur þetta notagildi körfubílsins talsvert.

Tæknibúnaði hefur fleygt fram í björgunartækjum af þessari tegund. Má þar helst nefna mun hraðvirkari bómuhreyfingar, tengingar fyrir Cobra slökkvikerfi, hitamyndavélar þar sem hægt er að streyma myndefni til aðgerðastjórnstöðvar og þráðlausar stýringu á öllum helsta búnaði. Koma þessara tækja eykur til muna björgunargetu slökkviliðsins og þar með öryggi íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og starfsfólks SHS.

Undirbúningsvinna hefur staðið síðan 2021 og sá starfsfólk SHS um þá vinnu með þarfagreiningum og vinnslu útboðsgagna. Lögð var áhersla á að taka mið af þróun bygginga sem hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu frá aldamótum sem og fjölbreyttum húsagerðum sem eru á þjónustusvæði SHS með öryggi íbúa og starfsfólks að leiðarljósi.

Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisinns fær nýa körfubíla

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *