Stytting vinnuvikunnar hjá vaktafólki

Component: Intro Block (styling not included)

Um helgina var tekið upp nýtt vaktaskipulag hjá okkur, vegna styttingu vinnuvikunnar.

Með styttingu vinnuvikunnar er verið að taka jákvætt skref fyrir starfsfólk í vaktavinnu og er tilgangurinn að auka möguleika þess að samþætta vinnu og einkalíf. Það er áskorun að stytta vinnuvikuna í þjónustu sem þarf að vera til staðar allan sólarhringinn, allan ársins hring. Það á svo sannarlega við hjá starfsfólki SHS, slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum, sem sinna öllu höfuðborgarsvæðinu. Í stað 12 tíma vakta verða nú styttri, þrískiptar vaktir á virkum dögum en 12 tíma vaktir um helgar. Til að ná að manna allan sólarhringinn var fjölgað um 24 starfsmenn í upphafi ársins. Þetta er ein mesta breyting sem átt hefur sér stað frá því SHS var stofnað árið 2000 og jafnvel frá því 12 tíma vaktir voru teknar upp hjá Slökkviliði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fyrir sameiningu.
„Þjónustan við okkar skjólstæðinga mun að sjálfssögðu ekki skerðast, starfsemin er sú sama, við sinnum sjúkraflutningum og slökkvistarfi á sama hátt. Mesta áskorunin er fyrir starfsfólkið okkar, sem þarf að aðlagast nýju vinnuskipulagi og nýjum vaktarfélögum. Við þurftum að fjölga um einn vakthóp til að mæta þessum breytingum og verða vakthóparnir því 5 eftir breytingarnar. Til að jafna styrk vakt hópanna þurfti að stokka öllum vöktunum upp, en í gegnum árin hefur ekki verið mikið um hreyfingar starfsfólks milli vakta. Það er því um talsverða breytingu að ræða fyrir okkar fólk. Mikil undirbúningsvinna hefur verið unnin og hafa margir komið að henni, en við höfum þurft að horfa til margra þátta t.d. útfærslu á vaktaskipulagi, hugbúnaðar, búningsaðstöðu o.fl. Morgundagurinn er einungis fyrsta skrefið í þessari vegferð okkar, en við erum bjartsýn á að hún gangi vel með samhentu átaki okkar allra.“ segir Birgir Finnsson starfandi slökkviliðsstjóri.

Leave a comment

Your email address will not be published. Required fields are marked *