Staða sjúkraflutningamanns (EMT-B) laus til umsóknar

Við erum að leita að öflugu fólki óháð kyni og uppruna til að sinna sjúkraflutningum á höfuðborgarsvæðinu, ásamt ýmsum störfum sem því tengjast. Við leitum að starfsfólki sem vill láta gott af sér leiða og vill tilheyra öflugu liði sem sinnir viðbragðsstörfum. Um er að ræða vaktavinnu og verða umsækjendur að geta hafið störf 1. október 2024.

Ítarlegar upplýsingar um hæfniskröfur og inntökuferli ásamt umsóknarferlinu í heild sinni má finna hér. Sótt er um starfið hér.

Hæfniskröfur
  • Framhaldskólapróf
  • Hafa löggildingu frá Landlækni sem EMT-B
  • Hafa starfað við sjúkraflutninga sem EMT-B-I í a.m.k eitt ár
  • Hafa C-1 meirapróf
  • Góð samskiptahæfni, lausnamiðað hugarfar, frumkvæði, drifkraftur og reglusemi áskilin
  • Gott siðferði, samviskusemi og áhugi á starfi sjúkraflutningamanns
  • Hefur sýnt ábyrgð, trúnað og fagmennsku sem sjúkraflutningamaður
  • Standast þrek- og styrktarpróf hjá SHS
  • Standast læknisskoðun hjá SHS
  • Góð íslenskukunnátta bæði tal- og ritmál
  • Góð enskukunnátta
  • Kunnátta á þriðja tungumáli er kostur

Upplýsingar veitir Guðný E. Ingadóttir, mannauðsstjóri slökkviliðsins í síma 528-3000 eða í gegnum netfangið gudnye@shs.is. Sótt er um starfið á Alfred.is Umsóknarfrestur er til og með 3. júlí nk. Ráðið er í stöðuna í 6 mánuði til reynslu til að byrja með. Umsækjendur skulu skila inn kynningarbréfi þar sem fram skal koma hvers vegna sótt er um stöðuna.